Færsluflokkur: Bloggar
21.8.2007 | 23:19
Hvað er að?
Nú getur Brosið ekki orða bundist og verður að tjá sig aðeins. Hverjum dettur í hug að fara í kappakstur í kirkjugarði? Og yfir höfuð að fara í kappakstur, enn og aftur dettur Brosinu í hug að þegar ungt fólk fær bílpróf þá gengur það aftur í gegnum tímabil þar sem að viðhorfið er: ég lendi ekki í neinu ég er svo klár, fyrra skiptið er þegar lítið barn er að príla og fær athugasemd frá þeim fullorðnu þess efnis að þau eigi að hætta þessu, þá er svarið: ég get þetta alveg, ég dett aldrei. Brosið minnist líka viðtals sem það heyrði í útvarpinu í fyrra sumar, þar sem talað var við lögregluþjón sem sagðist hafa stoppað unga stúlku fyrir of hraðan akstur og spurt hana: hefur þú ekki fylgst með fréttum af svona akstri undanfarið, stúlkan svaraði, jú, vinkona mín dó um daginn.
Akstur er dauðans alvara og munið að skiltin með fram götum og vegum landsins, þessi gulu kringóttu með rauða kantinum, þetta eru ekki LISTAVERK.
Nú er Brosið dapurt
Í kappakstri í kirkjugarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 13:32
Brosið á flugeldasýningu.
Brosið brá sér ásamt sínum góða manni á flugeldasýninguna í gærkvöldi, mikil ljósdýrð. Brosið er með væga ljósmyndadellu og tók vitaskuld nokkrar myndir.
Brosið óskar öllum ánægjulegrar vinnuviku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2007 | 01:04
Æi þeir eru bara orðnir...
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 18:41
Rein rein
Brosið sendir á degi hverjum veðurlýsingar úr Reykjavik til ættingja sem staddir eru víðs vegar um heiminn frá Krít til Akureyris og frá Akureyri til Selfossar (smá þéttbýlismálýska í gangi hjá Brosinu) og veðurlýsing dagsins í dag hljóðaði: Loksins, loksins rignir í Reykjavik.
Brosið er bjartsýnt að eðlisfari og stefnir að því að útrýma úr orðabókinni sinni öllum misskemmtilegum orðum eins og: leiðinlegt, vont, kalt, ljót og svo videre, því Brosið telur að ef notkun á þessum orðum minnkar verði meira um Bros í umhverfinu.
Svo munið bara: það er ekkert leiðinlegt bara misjafnlega skemmtilegt (virkar vel á uppvaskið)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2007 | 01:34
Bros laugardagsins 30. júní 2007
Fyrst af öllu er að hlæja, það markar stefnuna fyrir daginn.
Brosið er í SUMARFRÍI, ligga ligga lái, flatmagar í sólinni, nennir varla að draga andann, með klukku til að minna sig á að snúa (það þyrfti að finna upp sjálfvirkann snúningsútbúnað fyrir okkur mannfólkið). Litli Kalli Malli (Brynjar Logi) kom í heimsókn og ekki fannst honum nú leiðinlegt að spranga um í garðinum hjá Brosinu
Muna svo að setja brosið á sinn stað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 00:37
Bros miðvikudagsins 27.júní 2007
You never fully dressed without a smile!
Brosinuj datt þessi setning, sem ég heyrði í myndinni Annie, í hug þegar Brosið "loggaði" sig inn á bloggið sitt í kvöld. Mynd sem er svooooooooooooooooooooo sæt og skapar alltaf vesöld hjá Brosinu, , vesöld lýsir sér með óstöðvandi táraflóði sem birtist oftast þegar Brosið hefði frekar kosið að sitja með augu þurr en ekki á floti. Brosinu var einu sinni sagt að það fengi svo falleg augu af því að gráta....en madre mia stundum er þetta of mikið. Brosið fer ekki nánar út í þetta nema að Brosið fór til heimilislæknisins eitt sinn og ætlaði nú barasta bara að fá einhverja sniðugar töflur við þessu, gul/græn/rauð röndóttar. Læknirinn leit á Brosið og sagði: það er svo kósý að gráta...það má vel vera að honum finnist virkjanahæfir tárakirtlar kósý en halló svona segir maður ekki við Brosið þegar það á bágt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 00:58
Bros þriðjudagsins 26. júní 2007
Sá dagur sem skilar okkur minnstu er sá dagur sem við höfum ekki hlegið.
Brosið fékk óvænta en mjög svo velkomna heimsókn, þakviðgerðarmennirnir sem ætluðu að skipta um þak á litla kofa Brosins fyrir ári, já ég sagði ári, mættu á svæðið og nú er allt útlit fyrir að þeir fari að gera eitthvað hjá mér. Þeir sögðu reyndar í fyrra að þeir myndu mæta eftir 3 vikur og þetta yrði afstaðið einn tveir og bingó....þrjá vikur = 1 ár .....ein vika = 4 mánuðir. En þar sem að Brosið er með afbrigðum bjartsýnt, jákvætt og trúir öllu góðu um náunga sinn þá heldur Brosið í þá von að þetta verði búið fyrir Verslunarmannahelgi....er ég bjartsýn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 11:06
Bros sunnudagsins 24. júní 2007
Hamingja er góð heilsa og slæmt minni.
Jæja Brosið ber merki gærdagsins, fagurrauðar axlir eftir að hafa bograð yfir "pocket" bók í gær, óteljandi freknur á víð og dreif um andlitið. Brosið man eftir því í "gamla" daga (ekki það að Brosið sé eitthvað gamalt, Brosið er síungt) þegar einhver miðlaði til þess þeirri visku að ef þú tekur fíflamjólk og berð á andlitið þá færðu freknur, þá voru nú ófá "Fíflin" slitin upp með rótum og alles til að sannreyna þessa visku, núna í dag er Brosið orðið reyndara og hefur áttað sig á því að þetta var nú bara ráð til að fækka "Fíflum".
Megið þið eiga góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2007 | 18:29
Bros laugardagsins 23. júní 2007
Fyrir hverja mínútu sem þú ert reiður, glatar þú 60 sekúndum af gleði.
Brosið hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast þegar hún tiplaði út á sólpallinn sinn í morgun, glampandi sól og ekkert því til fyrirstöðu að ná í sólbaðsgræjurnar og steikja sig fram eftir degi, yndisleg byrjun á sumarfríi, er búin að panta áframhald!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2007 | 13:00
Bros fimmtudagsins 21. júní 2007
Fólk viðurkennir landráð, morð, íkveikju, falskar tennur eða hárkollu. Hversu margir viðurkenna skort af skopskyni.
Annars er brosið svolítið sibbið í dag, en ein andvökunóttin, en þetta lagast allt þegar fríið byrjar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)