Færsluflokkur: Bloggar
9.3.2008 | 01:16
Bros dagsins
..er umhugsunarefni
Hefur þú einhvern tímann kallað þann sem að keyrir hægt á undan þér fífl og þann brjálæðing sem tekur fram úr þér?
Göngum hægt um gleðinar dyr og skellum ekki á eftir okkur.
Knús í ykkar hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2008 | 02:08
Bros dagsins
..er umhugsunarefni.
Það sem við vitum er ekki mikið, en það sem við vitum ekki er heilmikið.
Brosum nú elskurnar mínar og sýnum tennurnar.
Knús í ykkar hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 23:39
Bros dagsins
Ef einhver er of þreyttur til að gefa þér bros, þá gefðu honum eitt frá þér, því enginn þarfnast brosins eins og sá sem ekki hefur bros til að gefa.
Brosið er annars bara kátt og lætur ekki deigan síga þó að aftur hafi fallið snjór í dag, hann Gussi á efri hæðinni er bara að dusta sængurnar sínar rétt eina ferðina en brátt verður hann búinn með páskahreingerninguna og þá er bara Hvítasunnuskrúbbið eftir. Brosum, það er allt svo miklu léttara þá.
Knús í ykkar hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2008 | 22:14
Bros dagsins
Finnst ykkur ekki yndislegt að vakna þessa dagana og sjá að það er alltaf örlítið bjartara úti...þetta er tími brosins.
Munið að:
Það skiptir engu máli hverju þið klæðist ef að brosið er á sínum stað.
Höldum áfram að brosa og brátt munum við leggja vetrargallanum.
Knús í ykkar hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 22:10
Bros dagsins
Brosið og sjáið hverju brosið fær áorkað!
Munið að brosið kostar ekkert en gefur mikið.
Knús í ykkar hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 21:38
Bros dagsins
Brosið er lykill sem gengur að öllum hjörtum.
Haldið áfram að láta brosið ganga, það er svo miklu betra.
Knús í ykkar hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 22:23
Bros dagsins
Flest bros byrja með öðru brosi.
Látum brosið ganga í dag og alla daga.
Knús í ykkar hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 00:36
Nýjar - gamlar fréttir
frá forsetum Bandaríkanna, hafa þeir ekki óskað honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, því hefur hann ekki setið einn í forsetastól Kúbu á meðan tíu hafa setið í þeim bandaríska? Brosið er þó með breytingum og breytinga er þörf þarna. Brosið óskar þess bara að Kastró karlinn eigi nú áhyggjulaust ævikvöld með sinn Kúbuvindil í annari hendi og eðal kúbverskt romm í hinni.
Brosum og verum jákvæð það er allt svo miklu auðveldara þannig.
Brosið varir kannski bara sekúndubrot en minningin um það getur varað að eilífu.
McCain vonast til að Kastró fari brátt yfir móðuna miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 21:13
Brosið sjóveikt
..ja ekki gæti nú Brosið sofið í rúmi sem hringsnýst sökum sjóveikisitilfinningar, sem Brosið finnur þó ekki fyrir út á sjó, og þó að Brosið vakni með bros á vör alla morgna þá heldur nú Brosið að það fengi sjokk ef það það allra fyrsta sem það sæi þegar það vaknaði væri það sjálft með bros á vör úfið hár og stírurnar í augunum. En aurana væri nú Brosið alveg til í fá inn á reikninginn sinn og væri Brosið jafnvel tilbúið til að ganga úr rúmi fyrir hjartaknúsarann Gogga Klunna fyrir ja eigum við að segja 1.5 mill.
Munum svo að Brosa, vor í lofti...allavega ennþá.
Clooney örlátur á Valentínusardaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 19:27
Meira af heilræðum barnanna
- "Spend most of your time loving instead of going to work." -- Dick, age 7
- "Dates are for having fun, and people should use them to get to know each other. Even boys have something to say if you listen long enough." -- Lynnette, age 8
- "Tell your wife that she looks pretty even if she looks like a truck!" -- Ricky, age 7
- "Don't forget your wife's name. That will mess up the love." -- Erin, age 8
- "Sensitivity don't hurt." -- Robbie, age 8
- "Be a good kisser. It might make your wife forget that you never take out the trash." -- Erin, age 8
- "Don't say you love somebody and then change your mind. Love isn't like picking what movie you want to watch." -- Natalie, age 9
Brosið er í góðum "gír" eins og sagt er, lætur eftir sér að vafra um og skoða hnittinn tilsvör bandarískra barna, yndisleg svör hreint út sagt.
Brosið svo, bara 5 vikur til páska og svo púff er sumarið komið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)