Færsluflokkur: Bloggar

Brosið á skemmtilegum nótum

Brosið var að vafra um á netinu og fann þá þetta:


  • "If falling in love is anything like learning how to spell, I don't want to do it. It takes too long." -- Glenn, age 7
  • "I think you're supposed to get shot with an arrow or something, but the rest of it isn't supposed to be so painful." -- Manuel, age 8
  • "No one is sure why it happens, but I heard it has something to do with how you smell. That's why perfume and deodorant are so popular." -- Mae, age 9
  • "Love is the most important thing in the world, but baseball is pretty good too." -- Greg, age 8
  • "Once I'm done with kindergarten, I'm going to find me a wife." -- Tom, age 5
  • "On the first date, they just tell each other lies, and that usually gets them interested enough to go for a second date." -- Mike, 10
  • "I'm in favor of love as long as it doesn't happen when Dinosaurs is on television." -- Jill, age 6
  • "One of the people has freckles, and so he finds somebody else who has freckles too." -- Andrew, age 6
  • "My mother says to look for a man who is kind. That's what I'll do. I'll find somebody who's kinda tall and handsome." -- Carolyn, age 8
  • "It gives me a headache to think about that stuff. I'm just a kid. I don't need that kind of trouble." -- Kenny, age 7
  • "One of you should know how to write a check. Because, even if you have tons of love, there is still going to be a lot of bills." -- Ava, age 8
  • "When somebody's been dating for a while, the boy might propose to the girl. He says to her, 'I'll take you for a whole life, or at least until we have kids and get divorced.'" -- Anita, 9
  • "I'm not rushing into being in love. I'm finding fourth grade hard enough." -- Regina, age 10
  • "Most men are brainless, so you might have to try more than once to find a live one." -- Angie, age 10
  • "A man and a woman promise to go through sickness and illness and diseases together." -- Marlon, age 10
  • "[Being] single is better . . . for the simple reason that I wouldn't want to change no diapers. Of course, if I did get married, I'd figure something out. I'd just phone my mother and have her come over for some coffee and diaper-changing." -- Kirsten, age 10
  • "Love is foolish...but I still might try it sometime." -- Floyd, age 9
  • "Love will find you, even if you are trying to hide from it. I been trying to hide from it since I was five, but the girls keep finding me." -- Dave, age 8

Börn eru yndisleg, svo saklaus og skemmtileg.  Um að gera að halda eins lengi í barnið í sjálfum sér og njóta þess.

Brosið, það kostar ekkert. 


Oft hefur Brosinu verið mál að tjá sig.....

..en Brosið er eiginlega orðlaust, hvetja til þess að brosa minna, hmmm.  Brosið eyddi nokkrum árum ævi sinnar (þegar Brosið var yngra) með skeifu, þar til að Brosinu var bent á (af Brosmóðurinni) að líta í spegil og sjá hvernig Brosið leit út og athuga síðan hvernig Brosið liti út ef munnvikin væru uppá við í stað þess að vísa niður á við og viti menn, Brosinu leist mun betur á sjálft sig með BROS á vör heldur en skeifu.  En máske er Brosið svona skrítið og vitlaust af því að það brosir í tíma og ótíma, hvað veit brosið, Brosið vill ekki prófa hitt.  Brosið telur að það sé nauðsynlegt okkur sem búum hérna á norðurhjara þar sem að við fáum reglulega áminningar frá veðurguðunum og náttúruöflunum um hvar forfeður okkar völdu sér heimili.  Held að landinn yrði laglega þunglyndur og önugur ef að hann hefði smellti ekki brosinu upp þegar hann kemur inn eftir að hafa verið klukkustundunum saman í umferðaröngþveiti sökum ófærðar í Ártúnsbrekkunni eða eftir þjóðvegahátíð á Hellisheiðinni í eldgosaútsýnisferð.  

Brosið leggur til að aðrir geri eins og Brosið gerði hér á yngri árum, lítið í spegil og sjáið hvort er fallegra, bros eða skeifa.

Brosum, núna er daginn farið að lengja og bráðum verðum við búinn að gleyma vetrinum og farin að njóta sumarsins. 


mbl.is Varað við of miklu brosmildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir í klefa?

Gæti brúnkumeðferð og klipping verið eitthvað í sambandi við að nú er svo komið í fangelsum landsins að tveir og tveir þurfa að deila klefa, ja....Brosinu er spurn?
mbl.is Bankaránið upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja...nú er Brosinu öllu lokið!

Brosið veit nú að það styttist í að Frediksborgarhöll verður sumarsetur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar og að íslensk einokun er á hraðri innleið í Danaveldi, en hvílíkt og annað eins að fara fram á að forsetinn okkar biðjist afsökunar á því sem að frændur vorir danir gerðu (og allir settir undir sama hatt) hmmm...Brosið fer nú að spá í hvort að Brosið þurfi að fara að horfa í kringum sig þar sem að langalangaafi Christian átti danska foreldra þau Ole og Christiane.  Kannski hefur blessaður fréttamaðurinn verið með rangar upplýsingar, talið þetta vera á hinn veginn, að Danmörk sé sýsla á Íslandi, hver veit?

 

En Brosið veit að, að bros vermir svo verið óspör á þau á morgun því kalt var í dag, en kaldara er spáð á morgun.   


mbl.is Vildu að forsetinn bæðist afsökunar á framferði Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja....

...nú þarf Brosið ekki að hafa samviskubit yfir þeim aurum sem Brosið eyðir í HÍ og SIBS.  Bara smáaurar.

 

Muna svo bara að hugsa hlýjar hugsanir og brosa til náungans. 


mbl.is Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þyrfti ekki miklar

fortölur við Brosið til að fá Brosið til að skella sér eina bunu með þessari vél, enda er Brosið nægusamt með eindæmum, Brosið gæti nærri því hugsað sér að búa þarna. 

 

Muna svo eftir húfunni og treflinum og að sjálfsögðu aldrei að fara út án þess að setja brosið upp

 


mbl.is A380 á áætlun til London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brosið ætlar ekki

..að skrifa um spaugstofuna (þó brosti nú Brosið), né húsin við Laugaveg eða Björn Inga eða Ólaf.  Brosið vill benda fólki á sem getur að hlusta á þáttinn Doktor rúv, sem er á dagsskrá Gufunnar um kl. 15.30 alla virka daga, mjög góður þáttur og alltaf eitthvað sem vekur athygli, í dag var rætt við Gyðu Dröfn Tryggvadóttur um Buddah og íhugun og heldur Brosið að það sé eitthvað fyrir sig, þó að ekki komist það lengur í Lotusstellingu en það kom einnig fram í viðtalinu að ekki þarf að fara í þá stellingu púff, Brosið fegið.  Öllum hollt af hreinsa hugann og komast aftur í samband við sjálfið.  Svo er bara að grafa upp föðurlandið (eða löndin?) því nú er spáð frosti á Fróni.

 

Brosið svo elskurnar og enga fýlu takk. 


Kópavogsfræði

Brosið fékk frænda sinn í heimsókn, 9 ára frábæran gutta með svörin á hreinu, hinn helmingur Brosins spurði hann hvort hann væri ekki farinn að læra landafræði.  Stráksi svaraði þá að bragð: Nei við lærum nú eiginlega bara KÓPAVOGSFRÆÐI, Brosið er ennþá hálfhlægjandi yfir þessu svari því það svo innilegt og sjálfsagt. 

 

Brosið :)

Smile

 

 


Ekki byrjar þetta vel!

En verðum við ekki að vona að fall sé fararheill?  hmmmmmmmmm .  Brosið reynir og reynir að vera jákvætt eftir atburði liðinna daga, um að gera að reyna að finna jákvæða hluti í kringum sig, núna til dæmis er það fína nýmokaða séttin fyrir utan hús Brosins sem virkar jákvætt  Brosið, nú og svo náttúrulega kemur að því að við KJÓSUM á ný, ekki nema hvað rétt rúmlega 2 ár, hvað er það á milli vina, ekki neitt, margir meirihlutar gert svona "handvömm" á þeim tíma og þá finnum eitthvað nýtt til brosa yfir.

Muna svo bara að elskurnar að brosa og finna eitthvað jákvætt í kringum ykkur, Brosið hefur þá trú að  það sé alltaf eitthvað smá grátt ef ekki hvítt í kringum okkur, stundum bara erfitt að finna það.  Hugsa jákvætt, það er svo mikið léttara. 


mbl.is Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úti er alltaf að snjóa!

Þorri kallinn heilsar með látum og Kári frændi hans væntanlegur með sínu fjöri.  Annars man Brosið þá tíð þegar að hoppað af kæti þegar svona veður var, skellti sér í kuldagalla og gönguskó og hélt út á vit ævintýranna, leitaði uppi sjálfrennireiðir í sjálfheldu og bauð fram krafta sína við ýtingar.  Nú er öldin önnur, Brosið sér fram að huggulegt föstudagskvöld með öðru heimilisfólki og stefnir að því að hreyfa sig sem allra allra minnst allavega næstu 18 klst eða svo.

Ekkert grill á næstunni 

 

 

img0011if9

 

 

img0007gl3

P.s. Brosið stóð við sitt í gær og horfði svo nú er það spurning hvort Brosið átt einhvern þátt í sigri landsliðsins á miðvikudaginn

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband