Brosið á rangri hillu í lífinu!!!!!!!

Brosið á lítinn garð, ja eiginlega bara frímerki og þar sem að Brosið er svona frekar latt við að rífa sig upp til að fara út og gera þessi venjulegu vorverk þá datt því það snjallræði í hug að fá bara fagmenn í verkið, fann símanúmer í smáauglýsingunum og hringdi.  Það var vitaskuld svarað og ekki stóð á því að hægt væri að koma við og skoða herlegheitin, Brosið lýsti því sem að gera þurfti, fjarlægja eitt stykki þyrnirunna sem fær hverja rós til að fölna hvað þyrnafjölda varðar, nú rétta við nokkra steina sem höfðu runnið í átökum vetrarins, hreinsa beð, klippa og kantskera, sem sagt allt bara svona venjuleg vorverk.  Maðurinn leit yfir og sagði....ja....þetta er nú minnst 2-3 daga verk fyrir 2 menn, Brosið var að gæla við 1 dag fyrir 2 menn, 3500 á tímann fyrir utan vsk, 9 tíma á dag, vorverkin myndu þá kosta um 230 þús með vsk.  Brosið fölnaði og hefur eiginlega ekki náð aftur sínum fyrri lit.  Brosið nær rétt um 2000 kr á tímann og á þá eftir að borga skatta og skyldur af því, Brosið er því að spá í að finna sér nýtt bak og gerast garðykjubros.

Vingjarnleg orð þurfa ekki að vera löng eða mörg, en bergmál þeirra geta varað að eilífu

Muna svo að fara aldrei  af stað út í lífið nema með Bros á vör.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Söngfuglinn

Gerðu bara eins og ég.  Ég sko bara gaf mömmu garðinn.   Hún hefur svo gaman af þessu moldvörpustússi. Svo hjálpa ég henni svona smá.

Söngfuglinn, 21.5.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Garún

Ég skal koma og hjálpa ef að einhver kemur og tekur allar kóngulærnar!!!

Garún, 22.5.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband