Brosinu brugðið!

Eins og kannski sumir vita þá á brosið það til að bretta upp ermar og þykjast vera myndarlegt, sú stund rann upp í dag, skömmu eftir hádegisfréttir, þá datt brosinu í hug að ná í litla rauð (sláttuvélin sko) og slá síðasta slátt sumarsins. Sláttuvélin góða er geymd í útigeymslu undir tröppunum garðmegin hérna á heimili brosins. Eins og gerist og gengur með geymslur þá má segja að þar sé skemmtilegt kerfi á ruglinu, sem sagt allt á rú og stúi. Brosið byrjaði að týna út fötur og skóflur og annað sem virðulegur eigandi garðfrímerkis þarf að eiga þar til að brosið sér loksins litla rauð, litla rauð fylgir box (svona sem safnar upp grasinu um leið og það er slegið), í þessu boxi geymir brosið snúruna (ein af þeim sem hefur sko hlutina á sínum stað) , sér brosið þá að í boxinu er eitthvað meira heldur en snúran, eitthvað liggur ofan snúrunni, brosinu hefur sjaldan brugið jafn mikið, og hugsaði brosið þá: gleymdirðu virkilega að athuga hvort eitthvað lifandi væri þarna inni síðast þegar þú opnaðir, brosið vildi nú ganga úr skugga um hvort þetta fyrirbæri væri lifs eða liðið, svo brosið skellti hurðinni aftur, hoppaði á pallinum og ekkert gerðist. Brosið ákvað að koma ekki nálægt þessu og fór inn með dúndrandi hjartslátt, Betri helmingur brosins var nýfarinn út og sá fyrsti sem brosinu datt í hug að hringja í var ráðagóða máginn (brosinu brá svo svakalega að brosið mundi ekki einu sinni símanúmerið hans!), hann vitaskuld brást skjótt við og kom hið snarasta. Brosið sat með kaffibollann sinn skjálfandi á beinunum og veltandi vöngum yfir því hvað í ósköpunum þetta gæti verið, geymslan hafði ekki verið opnuð í a.m.k. 3 vikur og brosið hafði ekki heyrt neitt væl eða þess háttar sem bent gæti til þess að eitthvað kvikt hefði lokast þar inni. Þegar ráðagóða mágurinn kom þá benti brosið honum að fara út, þar væru nú herlegheitin, hann fór út og þetta var það sem hann sá.

 

 

img_0022.jpg

 

Þessi kisuræfill er búin að vera á flækingi hérna í hverfinu í allt sumar og nú ákvað hún sem sagt að fjölga íbúum heimilisins.....við sáum 2 kettlinga, einn grábröndóttan og annan gulan, þvílíkir molar. Ekki veit brosið hvernig læðan komst þarna inn, en nú verður farið í að leita að inngönguleiðum, því læðan er búin að vera á vappi úti alla vikuna. Kisan á víst heima einhvers staðar hérna í hverfinu og er eigendunum fullkunnugt um flakkið á henni, en þeir virðast ekki hafa neinn áhuga á greyinu, brosinu skilst að þetta sé got númer 2 hjá læðunni síðan í mars. Hvað gerir bros í svona löguðu? Alla vega slær Brosið slætti á frest á meðan að læðugreyið heldur snúrunni í gíslingu því hún hvæsir bara ef maður nálgast.



...........

Brosið leggur til að þjóðin taki sér útrásaricesavekrepputalsfrí á meðan að þingið hvílir sig.  Okkur veitir ekki af.  Verum jákvæð og njótum lífsins.

Sá svartsýni sér vandamál í öllum tækifærum á meðan sá bjartsýni sér tækifæri í öllum vandamálum.

 

Knús í ykkar hús Smile


Bros dagsins

er umhugsunarefni..

 Sá svartsýni sér vandræði í öllum tækfærum, sá bjartsýni sér tækifæri í öllum vandræðum.

Muna svo að brosa og vera jákvæð, lífið er svo miklu skemmtilegra þannig.

Knús í ykkar hús


Bros dagsins

Hvernig væri að byrja morgundaginn á hlátri og setja þannig stefnuna fyrir daginn.

 Knús í ykkar hús


Bros dagsins

 

Það hreinsar gróflega vel á manni hendurnar að búa til kæfu!

Knús í ykkar hús


Brosið endurvakið

Brosið er búið að fá nóg af neikvæðum fréttum og finnst munnvikin á mörgu samferðafólki sínu vera farin að sveigjast um of niður á við. 

Víst er staðan erfið, enn við megum ekki gefast upp. 

Hvernig væri að byrja daginn á því að brosa og segja við okkur sjálf:  hey þú, þú ert frábær.

Njótum dagsins í dag, þannig að við getum líka notið dagsins á morgun.

 

Knús í sérhvert hús.


Brosið á rangri hillu í lífinu!!!!!!!

Brosið á lítinn garð, ja eiginlega bara frímerki og þar sem að Brosið er svona frekar latt við að rífa sig upp til að fara út og gera þessi venjulegu vorverk þá datt því það snjallræði í hug að fá bara fagmenn í verkið, fann símanúmer í smáauglýsingunum og hringdi.  Það var vitaskuld svarað og ekki stóð á því að hægt væri að koma við og skoða herlegheitin, Brosið lýsti því sem að gera þurfti, fjarlægja eitt stykki þyrnirunna sem fær hverja rós til að fölna hvað þyrnafjölda varðar, nú rétta við nokkra steina sem höfðu runnið í átökum vetrarins, hreinsa beð, klippa og kantskera, sem sagt allt bara svona venjuleg vorverk.  Maðurinn leit yfir og sagði....ja....þetta er nú minnst 2-3 daga verk fyrir 2 menn, Brosið var að gæla við 1 dag fyrir 2 menn, 3500 á tímann fyrir utan vsk, 9 tíma á dag, vorverkin myndu þá kosta um 230 þús með vsk.  Brosið fölnaði og hefur eiginlega ekki náð aftur sínum fyrri lit.  Brosið nær rétt um 2000 kr á tímann og á þá eftir að borga skatta og skyldur af því, Brosið er því að spá í að finna sér nýtt bak og gerast garðykjubros.

Vingjarnleg orð þurfa ekki að vera löng eða mörg, en bergmál þeirra geta varað að eilífu

Muna svo að fara aldrei  af stað út í lífið nema með Bros á vör.

 


Bros dagsins

Brosið er nú á því að þeir spaugstofumenn hafi rambað inn á þessa síðu og fengið hugljómun af því hversu lífið væri miklu skemmtilegra með munnvikin uppá við.  Annars hló Brosið oft dátt yfir þætti kvöldins og er ár og dagur síðan að þeir kumpánar hafa framkallað meira heldur en Bros hjá Brosinu.   Og nú er bara að þjóta til varnar Brosinu svo það deyji ekki út.

Blessaðir séu þeir sem hlæja að sjálfum sér því að þeir hafa óþrjótandi aðhlátursefni LoL

 

Knús í ykkar hús 


Bros dagsins

Brostu til fólks sem á ekki von á því, það ruglar það í ríminu.

 

Brosum, syngjum og verum glöð

Knús í ykkar hús 


Bros dagsins

,,er umhugsunarefni.

Eftir að allt er sagt og gert er mun meira sagt heldur en gert!

Koma svo, verum jákvæð og brosum

Knús í ykkar hús 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband